SMÍ í Ásvallarlaug
Sumarmeistaramót Íslands fór fram í Ásvallalaug helgina 28.–29. júní. Sundfélagið Óðinn sendi níu keppendur til leiks á mótið en þetta er jafnframt seinasta mótið á þessu tímabili.
Við eignuðumst fjóra nýja sumarmeistara á mótinu í 13-15 ára, Ísabellu Jóhannsdóttur, Magna Rafn Ragnarsson, Jón Inga Einarsson og Katrín Birtu Birkisdóttir. Við óskum þeim til hamingju með titilinn.
Auk þess bætti Jón Ingi Einarsson þrjú ný Akureyrarmet í 50 m flugsundi, 200 m fjórsundi og 100 m baksundi í 50 metra laug. Þá bætti Björn Elvar Austfjörð Akureyrarmetið í 200 m bringusundi. Báðir drengirnir bættu metin í aldursflokknum 13-14 ára.
Eftir mótið var haldið veglegt lokahóf á vegum SH en þar var tilkynnt að Sundfélagið Óðinn hafði hlotið 3. sætið í stigakeppni 15 ára og yngri, ekki amalegt það.
Það er mikill uppgangur hjá okkur og það verður gaman að fylgjast með Óðins fólki næstu árin.
Sundfélagið er nú komið í stutt sumarfrí en næst á dagskrá er æfingaferð til Kungsbacka í Svíþjóð yfir verslunarmannahelgina þar sem nýr yfirþjálfari félagsins Ragnheiður Runólfsdóttir tekur á móti hópnum.