Foreldraráð

Fjáraflanir og inneign hvers sundmanns fer inn á sérstakan fjáröflunarreikning og heldur foreldraráð utan um inneign hvers og eins iðkanda þar.  
Samskipti um inneign og stöðu iðkenda í fjáröflun fara í gegnum netfangið fjaroflun@odinn.is. Til þess að fá upplýsingar um stöðu iðkanda og ef lagt er inn á fjáröflunarreikning vegna fjáraflana verður alltaf að senda tölvupóst á netfangið fjaroflun@odinn.is.

Fjáröflunarreikningur 0565-14-310
Kennitala 560119-2590

Foreldrafélag Sundfélagsins Óðins var stofnað 12.10. 2004. 

Reglur um foreldraráð Sundfélagsins Óðins

  • Foreldraráð heyrir undir aðalstjórn
  • Allir foreldrar/forráðamenn eiga aðild að félaginu
  • Skipa skal fjóra til fimm í stjórn ráðsins og eru þeir skipaðir til eins árs í senn, æskilegt er að einn til tveir í stjórn sitji tvö ár í senn
  • Skipa skal í stjórn fyrir 30. september

Hlutverk Foreldraráðsins:

  • Efla og auka samvinnu á milli íþróttafélagsins og heimila
  • Vera hagmunaaðilar iðkenda og foreldra
  • Stuðla að vellíðan iðkenda (t.a.m. með hópefli)
  • Stuðla að innihaldsríku og uppbyggjandi félagsstarfi
  • Koma að fræðslumálum með stjórnendum félagsins

Gott fyrir foreldra að vita

  • Vertu ávalt jákvæð(ur) gagnvart íþróttaiðkun barnsins
  • Verið virkir félagar i starfi félagsins og nýtið ykkur það að geta stuðlað að góðu uppeldisumhverfi fyrir börnin ykkar
  • Ræðið reglulega við þjálfara og stjórn sundfélagsins
  • Íhugið vel að leggja góðu starfi lið og taka þátt í stjórnarstörfum félagsins
  • Haldið ykkur upplýstum um starf félagsins með því að lesa vel fréttabréf og tölvubréf í tengslum við starfið og heimsækið heimasíðu félagsins reglulega
  • Leggið mikið upp úr stundvísi sundmanna, á æfingar og sundmót
  • Kynnið ykkur vel hvað telst góð sundiðkun og hvaða reglur gilda
  • Reynið að mæta á eins mörg sundmót og kostur er
  • Látið þjálfara um að þjálfa, þeir eru sérfræðingarnir og vita hvað sundmönnum og liðinu er fyrir bestu í því sem viðkemur sundíþróttinni
  • Komið með ábendingar og spurningar eftir æfingar. Forðist að trufla þjálfara á meðan æfingu stendur, svo hann geti einbeitt sér að því að nýta æfingarnar vel
  • Takið þátt í dómaranámskeiðum hjá SSÍ og verið virk á sundmótum

 

Uppfært 16.02.2021