Til sundmanna:
- Munið að skrá mætingu í Abler fyrir æfingar.
- Ef um veikindi er að ræða vinsamlega tilkynnið það í mætingu á Abler.
- Mæta tímanlega á æfingar. Það er almenn kurteisi að mæta tímanlega. Ef það kemur fyrir að maður mætir of seint þá er kurteisi að láta þjálfarann vita hvers vegna.
- Áríðandi að mæta á æfingar klædd eftir veðri.
- Mæta samviskusamlega á allar æfingar. Hver og ein æfing skiptir máli því þjálfari byggir upp æfingakerfi með langtímamarkmið í huga.
- Setja sér markmið með hverri æfingu og klára hana 100%
- Hafa ávallt sinn eigin vatnsbrúsa á bakkanum á öllum æfingum, til að fá sér að drekka hvenær sem þörf er á.
- Vera með sundgleraugu sem eru rétt stillt og passa vel. Nota ávallt sundhettu. Hún ver höfuðið fyrir kulda og heldur hárinu frá svo það valdi ekki truflun.
- Borða reglulega og hollan mat yfir daginn. Forðast að mæta svangur/svöng eða saddur/södd á æfingar. Mikil svengd dregur úr úthaldi. Saddur sundmaður er afkastalítill á æfingu.
- Gott er að hafa með sér ávöxt til að borða strax eftir æfinguna. Á æfingu verður niðurbrot í vöðvum sem við byggjum ekki upp nema með því að borða vel og því er afar mikilvægt borða holla fæðu.
Til foreldra:
- Mikilvægt að foreldrar sýni börnunum stuðning og áhuga á því sem þau eru að gera. Veita þeim aðhald, þ.e.a.s í að mæta á æfingar, mót og uppákomur. Þegar kemur að æfingabúðum eða keppnisferðum er gott að krakkarnir hafi safnað í ferðasjóð.
- Fjáröflunarnefnd ásamt stjórn sér um að skipuleggja fjáraflanir fyrir sundmenn. Sjá nánar undir Fjáröflun.
Mæting
- Hjálpa sundmönnum að skipuleggja tímann og koma ekki of seint á æfingu. Ef sundmaður er sóttur eftir æfingu eru 15 mínútur tími sem bæði sundmaður og foreldri/forráðamaður ættu að hafa í huga.
- Munið að láta vita strax og vitað er ef börnin komast ekki á sundmót, mikil vinna liggur á bak við hvert mót, auk þess sem kostnaður getur fallið til, s.s. skráningargjöld.
- Athugið það er ekki skylda að keppa á sundmótum en við hvetjum sem flesta til að vera með.
Samskipti og upplýsingar:
Góð samskipti milli sundmanna/foreldra og þjálfara sem og upplýsingaflæði eru mikilvæg.
- Upplýsingar er varða sundhópinn fara í gegnum Abler.
- Hægt er að fylgjast með á samfélagsmiðlum Óðins, Facebook og Instagram, og á heimasíðu Óðins, odinn.is.
Þátttaka foreldra skiptir máli
Sýnum íþróttaiðkun barna okkar áhuga. Fylgjumst með og verum virk í starfi félagsins. Kynnumst ekki einungis félögum barna okkar heldur líka þeim stóra og góða hópi foreldra sem að börnunum standa.
Áfram Óðinn!