Sjálfboðastarf foreldra/forráðamanna er einn mikilvægasti þáttur í starfi Sundfélagsins. Að vera fararstjóri er gefandi hlutverk sem gefur einstakt tækifæri til að kynnast félögum barna ykkar og sundíþróttinni. Fararstjóri er hlutur af teymi og ekki er þörf á kunnáttu á sundíþróttinni sem slíkri.
Áður en lagt er í ferð:
Rúta:
Fararstjórar ákveða í samráði við bílstjóra hvar verður stoppað, gott að hafa tvö stopp á leið til Reykjavíkur. Fararstjórar hafa auga með því hvort sundfólk og farangur skili sér ekki í og úr rútu. Fararstjórar fara yfir rútuna þegar hún hefur verið yfirgefin af sundmönnum til að ganga úr skugga um að ekkert gleymist og snyrtilega sé skilið við rútuna. Sundmenn hafa ávallt með sér hollt og gott nesti í ferðir.
Sundlaug:
Gisting og matur:
Gæta ávallt öryggis í ferðum til og frá laug og að yngri sundmenn séu aldrei einir á ferð.
Fararstjórar sjá til þess að settum reglum sé hlýtt s.s. notkun snjalltækja, sundmenn biðji um leyfi ef þeir þurfa út í búð ( á við eldri sundmenn ).
Sundmenn eiga ávallt að fylgja hópnum og ef þeir af einhverjum ástæðum þurfa að fara frá hópnum þurfa farastjórar að vita það með fyrirvara og þarf það að vera með leyfi foreldra.
Fararstjórar geta ekki reiknað með að geta sinnt einkaerindum í ferðalögum. Ef fararstjórar þurfa að bregða sér frá er það ávallt samkomulag við fararstjóra eða þjálfara.
Stjórn leggur mikla áherslu á að sundfólkið sé félaginu til mikils sóma. Skilji vel við rútu, gististað og gangi vel frá svæði félagsins eftir hvern hluta í laug s.s. henda rusli og taka óskilamuni sem augljóslega eru á vegum félagsins.
Farastjórar mega ekki reykja/nota rafrettur á meðan á ferð stendur.
Farastjórar bera ábyrgð á hópnum frá því að lagt er af stað og þar til komið er heim aftur.
Uppfært 21. ágúst 2024