Okkar árlega Desembermót fór fram laugardaginn 8 des í Akureyrarlaug. Margir sundmenn voru að spreyta sig í fyrsta sinn í "keppni" og var ánægjulegt að sjá hvað krakkarnir stóðu sig vel og þau eru auðvitað aðal "sigurvegararnir".
Húsvíkingar höfðu stefnt á að koma en því miður urðu þau að afboða sig á síðustu stundu.
Verðlaunaafhending á þessu móti er með þeim hætti að veitt eru verðlaun fyrir stigahæstu sundmennina út frá FINA stigum. (FINA stig er alþjóðleg stigatafla sem er reiknuð út frá gildandi heimsmetum í hverri grein fyrir sig. Heimsmetið fær gildið 1000)
Stiguhæstu sundmenn voru
Meyjar / sveinar (11 -12 ára)
Þórkatla Björg Ómarsdóttir / Snævar Atli Halldórsson
Telpur / drengir (13 - 14 ára)
Bryndís Bolladóttir / Elvar Orri Brynjarsson
Stúlkur / piltar (15-17 ára)
Júlía Ýr Þorvaldsdóttir / Birkir Leó Brynjarsson
Konur / karlar (18 ára og eldri)
Karen Konráðsdóttir / Birgir Viktor Hannesson
Úrslit mótsins má sjá á úrslitasíðunni okkar MÓT & ÚRSLIT
Kærar þakkir allir foreldrar sem komu að undirbúningi og vinnu við mótið, allir sem einn.
PS. komnar eru myndir á heimasíðuna en þið foreldrar sem eigið myndir sem þið viljið deila með okkur endilega sendið þær á netfangið formadur@odinn.is
Kveðja, Stjórnin