Góð frammistaða sundmanna Óðins um liðna helgi skilaði þeim bestu bætingum í samantekt yfir öll félögin sem tóku þátt.
Miklar bætingar voru hjá okkar sundfólki sem mætti þó frekar þreytt til keppni. Mikið æfingaálag undanfarnar vikur setti strik í reikninginn hjá þeim eldri en það er allt eðilegt og nú tekur við lokaundirbúningur fyrir IM 25.
Hafnfirðingar kunna sitt fag vel og var mótið á allan hátt vel skipulagt. Við gistum í sundlauginni við góðar aðstæður og þar var einnig eldað fyrir okkur. Hlýjar og góðar móttökur af öllum, foreldrar og starfsfólk sundlaugarinnar einstaklega alúðlegt og vilja allt fyrir okkur gera. Við höfum nýtt okkur þessa aðstöðu áður og komum til með að gera það áfram.
Til hamingju með góðan árangur krakkar, það er alltaf heiður fyrir mig að vinna með svona frábæru fólki sem þið eruð.
Þið sem komuð með sem farastjórar og dómarar takk fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki hægt.
Með sundkveðju
Ragga