Aðalfundur Sundfélagsins Óðins fer fram 25. apríl á efri hæð Íþróttahallarinnar kl. 19:30. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla formanns, ársreikningur, kjör stjórnar og önnur mál.
Stjórn sundfélagsins óskar eftir þremur fulltrúum í stjórn félagsins sem gegnir stóru hlutverki í starfi þess. Fyrirspurnir, framboð og tilnefningar til stjórnarsetu skulu berast á netfangið formadur@odinn.is
Tillögur að lagabreytingum skulu að sama skapi berast á netfangið formadur@odinn.is fyrir 22. apríl. Þær tillögur sem berast verða birtar á heimasíðu félagsins fyrir aðalfund.
Stjórn leggur til eftirfarandi lagabreytingu
4. gr. 1. Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum, þar af fimm sem kosnir eru á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórnin skal starfa í samræmi við lög þessi, samþykktir aðalfundar og/eða félagsfunda eftir því sem við á.
5.7. Kosningar.
a) Formaður kosinn sérstaklega til eins árs.
Breytingartillagan verður lögð fram til samþykktar á aðalfundi félagsins 25. apríl 2022. Lögum má aðeins breyta hljóti tillagan samþykki 2/3 hluta fundarmanna.