Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta og ræða hag barna sinna og leggja sitt af mörkum til eflingar félaginu og starfi þess. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla formanns, ársreikningur, kjör stjórnar og önnur mál. Boðið verður upp á veitingar á fundinum.
Rétt er að tilkynna að tveir núverandi stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Framboð og tilnefningar til stjórnarsetu sendist til formanns í netfangið formadur@odinn.is fyrir 11. maí.
Tillögur að lagabreytingum skulu að sama skapi berast á netfagið formadur@odinn.is fyrir 11. maí. Verða þær birtar á heimasíðu félagsins fyrir aðalfund.