Um síðustu helgi lögðu 33 Óðinskrakkar í Framtíðar- og Afreks- Úrvalshópi land undir fót og kepptu á Aðventumóti Fjölnis í Laugardalslauginni. Sundfólk Óðins keppti í þremur hlutum á tveimur dögum. Yfirþjálfarar Óðins eru hreint út sagt í skýjunum yfir frammistöðu keppenda enda var um bætingar að ræða hjá Óðinskrökkunum í 76% tilvika. Verðlaunapeningarnir fylltu sundtöskur og alls voru 10 gull, 15 silfur og 11 brons með í rútunni heim til Akureyrar.
Næst á dagskrá er Arionmót Óðins sem er innanfélagsmót haldið á Akureyri 9. desember. Þar munu iðkendur í Höfrungarhóp, Framtíðarhóp, Afreks-Úrvalshóp, krókódílahóp og síðast en ekki síst Garpahóp Óðins láta ljós sitt skína í alvöru vetrar veðri!