Fulltrúar Óðins, Magni Rafn og Ísabella, ásamt hluta af iðkendum sem valin voru í Framtíðarhóp SSÍ fyrir helgina 29.-30. apríl
Sjöunda æfingahelgi Framtíðarhóps fór fram helgina 29-30. apríl í Reykjanesbæ. Þar var stór og flottur hópur á ferð, 15 strákar, 19 stelpur og 6 þjálfarar. Óðinn átti þar tvo fulltrúa í hópi iðkenda; Magna Rafn Ragnarsson og Ísabellu Jóhannsdóttur.
Æfingahelgin heppnaðist einstaklega vel og sundfólkið stóð sig sem oft áður frábærlega, stemningin mjög góð og mikill vinskapur í hópnum.
Dagskráin var þétt skipuð með tveimur æfingum, fræðslu og hópefli.
Þeir Eðvarð Þór Eðvarðsson, Sigurður Örn Ragnarsson og Eyleifur Jóhannesson sáu um fræðsluhornið um helgina. Eyleifur var með kynningu á Framtíðarhópi, Sigurður fræddi hópinn um hvíld og næringu, Eðvarð sagði frá sundferlinum á skemmtilegan hátt sem endaði með spurningarkeppni.
Bingó Bjössi (Eddi) sá um bingóið á laugardagskvöldið
Helgin endaði með tækniæfingu á sunnudeginum fyrir sundfólkið og fræðsluhorni fyrir foreldra
Þjalfarar þessa helgina voru þau Baldur Þór Finnsson (Óðinn), Eðvarðs Þórs Eðvarðsson (ÍRB), Hjalti Guðmundsson (Ármann), Íris Edda Garðarsdóttir (Ægir), Kjell Wormdal (ÍA) og Sveinbjörn Pálmi Karlsson (Breiðablik).