Afhending á harðfiski og fleira frá fjáröflunarnefnd

Nú er komið að afhendingu harðfisks. Þið sem voruð búin að leggja inn pöntun getið nálgast hann í þjálfaraherbergi Akureyrarlaugar þriðjudaginn 18. janúar milli kl. 16:30 og 17:30.

Þið getið fengið úthlutað götu/götum ef þið viljið, við viljum halda utan um það svo ekki fari margir í sömu götu. Þið seljið hann á 2.000 krónur og leggjið allt upphæðina inn á reikning Óðins fyrir þriðjudaginn 25. Janúar.  Reikningur Óðins er 1145-26-80810 og kennitala 580180-0519, setjið í skýringu harðfiskur og nafn sundmanns og sendið kvittun á odinn@odinn.is  Gjaldkeri heldur svo utan um ykkar hlut sem er 700 kr á pakka. Ef þið getið ekki komið á þriðjudaginn og náð í harðfiskinn hafið þá samband við Sif í síma 662-5258.

Við eigum svo nokkra pakka af bökunarpappír og harðfiskflögum, sendið póst til baka ef þið hafið áhuga.

Þökkum fyrir góð skil í dósasöfnun 3. Janúar.

Kveðja frá fjáröflunarnefndinni

Alda, Þóra Ester og Sif