Afhending á wc-pappír

Við minnum á að fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði er afhending á WC-pappír, en þetta er fín fjáröflun sem er alltaf í gangi.

Þetta gæðapappír (þessi innpakkaði), 48 rúllur í pakkningu.  Þið seljið hann á 6200 krónur og ykkar ágóði er 1200 krónur. Þið greiðið félaginu fullt verð fyrir pappírinn (6.200 kr) og gjaldkeri heldur utan um inneign hvers og eins.

Afending er fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Þið leggjð inn fyrir pappírnum áður en þið sækjið hann og sendið kvittun á odinn@odinn.is og aldab@akmennt.is (mikilvægt að senda á bæði netföngin). Munið að setja "wc pappír og nafn sundmanns" í skýringu. Gangið frá þessu fyrir hádegi á miðvikudegi þegar afhending er og sækið milli kl. 17-17:30 í Laufásgötu 9 (sama hús og BSA- norðurendi). Pappír er aðeins afhentur gegn framvísun á kvittun úr tölvubanka.
Þessi fjáröflun er huguð fyrir eldri hópa félagsins, þ.e. afrekshóp, kókódíla, hákarla, framtíðarhóp og úrvalshóp.