Nú styttist heldur betur í Akranesleikana 2019 sem fara fram á Akranesi dagana 31. maí - 2. júní. Höfrungum, Framtíðarhóp, Úrvalshóp, Afrekshóp og Krókódílum stendur til boða að fara. Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi sem er 25 m laug með fimm brautum. Mótið er stigakeppni milli sundfélaga, þar sem fimm fyrstu keppendur í hverjum aldursflokki í hverri grein fá stig. Sigurvegari fær 6 stig, síðan 4, 3, 2 og 1 stig. Í boðsundsgreinum er tvöföld stigagjöf 12, 8, 6, 4 og 2 stig.
Á mótinu er prúðasta liðið valið og hlýtur það Brosbikarinn, sem er farandbikar. Á mótinu í fyrra var Sundfélagið Óðinn valið prúðasta liðið og vann Brosbikarinn!
Skila þarf fjöldatölum í mat, gistingu og rútu í þessari viku. Þeir sem ætla á mótið þurfa að láta Röggu yfirþjálfara vita sem fyrst með tölvupósti á netfangið yfirthjalfari@odinn.is
MIKILVÆGT er að láta vita ef þið ætlið ekki að nýta rútuna og/eða ekki vera í mat og gistingu á sundmótinu. Þessar upplýsingar sem og skráning á mótið þarf að láta vita fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 22. maí.
Athugið það vantar tvo fararstjóra í ferðina, og ef það næst ekki þá verðum við að blása ferðina af. Ef þú hefur tök á því að vera fararstjóri máttu senda póst á formadur@odinn.is og láta vita.
Upplýsingar um mótið
Farið verður með rútu frá planinu við Íþróttahöllina föstudagsmorgunn 31. maí kl. 09:00. Munið að nesta ykkur í rútuna á leiðinni suður. Farastjórar verða með bakkanesti (sem er innifalið í verði) í boði á bakkanum. Á leiðinni heim verður stoppað og borðað og keppendur eru beðnir að hafa með sér 1.500 kr. til þess að greiða fyrir matinn.
Boðið verður upp á gistingu í Grundaskóla sem er stutt frá sundlauginni, og allur matur verður einnig framreiddur í Grundaskóla.
Skoðið vel útbúnaðarlista fyrir sundmót í útilaug og gistingu í skóla. Þegar sundmót er í útilaug er mikilvægt að hafa með sér nóg af hlýjum fötum.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér um Akranesleika 2019 og um Akranesleikana á Facebook
Fararstjórar á sundmótið:
Jóhanna (Aníta Ingibjörg)
?
?
Kostnaður við mótið er 26.000 kr.
Leggja má inn á reikning 0566-26-80180 kt. 580180-0519
Nauðsynlegt að skrifa Akranes í skýringu