Akranesleikar Sundfélags Akraness verða haldnir 31. maí - 2. júní nk.

Mótið er fyrir Höfrunga og uppúr. Mikið gaman, mikið fjör.

Skráningar félaga (Óðinn bls. 19-22)

Kostnaður 15.000 kr og er þetta mót greitt niður með Samherjastyrknum og sameiginlegum fjáröflunum. Innifalið í þessari upphæð er rúta, gisting/matur, þjálfarakostnaður, fararstjórakostnaður. Síðan getur hver og einn notað það sem hann á í einstaklingsfjáröflun. Upplýsingar um inneign þar veitir fjáröflunarnefndin, fjaroflun@odinn.is
Leggist inn á reikning Óðins Reikningsnr.: 0566-26-80180. Kennitala: 580180-0519 og setjið nafn barns sem skýringu.

Þá hafi allir með 1.500 kr. fyrir mat á heimleiðinni. Fararstjórar ákveða hvar verður stoppað til að borða.

Ferðatilhögun:
Farið verður með rútu fram og til baka og gist saman í Grundaskóla við hliðina á sundlauginni. Lagt verður af stað frá planinu sunnan við Íþróttahöllina og er brottför áætluð kl 09:00 á föstudagsmorguninn.

Allur matur á mótinu verður einnig framreiddur í Grundaskóla.

Mikilvægt: Ef einhverjir krakkar ætla sér ekki að nýta rútuna þá þarf að vera búið að láta Höllu, starfsmann Óðins (netfang: odinn@odinn.is), vita síðasta lagi þriðjudagskvöldið 29. maí, annars þarf að borga fyrir sætið. Einnig þarf að láta vita ef einhver er ekki í fæði.

Fararstjórar:

Eva Dögg gsm 868-8897 (Aron Bjarki Úrvalshópi, Embla Höfrungahópi)
Lísa Björk gsm 865 8953 (Snævar Atli Úrvalshópi)
Ómar gsm 867 8194 (Elísabet Anna, Katrín Helga Framtíðarhópi; Þórkatla Björg Úrvalshópi)
Margrét  gsm:862 4593 (Inga Rakel Höfrungahópi)
Einar Hólm gsm:664 3805 (Ólavía Klara Úrvalshópi) Fararstjóri að hluta og dómari að hluta.

Búnaður:
Þegar við ferðumst saman þá eru allir í Óðinsgöllunum eða a.m.k. peysunni.

Búnaður til gistingar í skóla er dýna, sæng, koddi, lak, náttföt, tannbursti/tannkrem og nesti (ávexti, brauð, ávaxtasafi).

Mótið er í útilaug og alla veðra von þótt nú sé sumar. Á bakkanum er best að hafa pörku eða hlýja og góða úlpu, góða peysu innanundir, hlýjar buxur, ullarsokka, vettlinga, húfu og góða skó.

Einnig er gott að hafa vatnsbrúsa og 2-3 handklæði. Allur fatnaður og annar búnaður þarf að vera vel merktur. Það gæti líka orðið glaða sólskin þannig að sólarvörn þarf að vera með í för.

Ef sundmenn eru að taka lyf að staðaldri ber að láta fararstjóra vita, tilkynna um lyf sem sundmenn hafa meðferðis.

Hér má sjá heimasíðu mótsins

Akranesleikar

Skráningar félaga (eftir greinum)