Akranesleikar Sundfélags Akranessverða haldnir 30. maí –1. júní nk.

Akranesleikar Sundfélags Akranessverða haldnir 30. maí –1. júní nk. Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi sem er 25 metra laug með 5 brautum.Mótið er stigakeppni milli félaga, þar sem fimm fyrstu keppendur í hverjum aldursflokki í hverri grein fá stig. Sigurvegari fær 6 stig, síðan 4, 3, 2 og 1 stig. Í boðsundsgreinum er tvöföld stigagjöf 12, 8, 6, 4 og 2 stig. Í boðsundum má sundmaður keppa upp fyrir sig.

Greinauppröðun.

Fararstjórar:
Jóhanna (Sigrún Sóley Höfrungahópi) 864 3809
Arnar (Rannveig Úrvalshópi) 861 4049
Kristín Rós (María Úrvalshópi) 690 0072
Elsa María (Róbert Höfrungahópi) 867 9257

Brottför verður á föstudag kl. 9 frá planinu sunnan Íþróttahallarinnar.
Hafa með sér 1500 kr. fyrir mat á heimleiðinni.

Skráningar Óðins.
Skráning Samherja

Verðlaun:
Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2., og 3. sæti í öllum einstaklingsgreinum nema í hnokka og hnátuflokki og fyrir 1., 2. og 3. sæti í boðsundgreinumnema í hnokka og hnátuflokki.
Í hnokka-og hnátuflokki fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku.
Stigahæsti sundmaður mótsins(FINA stigatafla) hlýtur farandbikar fyrir stigahæsta sundið.
Á mótinu verður valið prúðasta liðið og hlýtur það Brosbikarinn, sem er farandbikar
Stigahæsta félagið hlýtur farandbikar og varðveitir hann í eitt ár.
Stigakeppnin nær einungis yfir fyrstu 5 hluta mótsins og verða stigaverðlaun veitt eftir fimmta hluta.

Gisting og fæði:

Eins og áður þá verður boðið upp á gistingu í Grundaskóla sem er stutt frá lauginni. Allur matur verður einnig framreiddur í Grundaskóla. Gistingu og fæði þarf að panta um leið og skráningar eru sendar.Verð á gisti-og fæðispakka er 9.400 kr.

Innifalið í verðinu er:Morgunmatur -laugardag og sunnudag. Hádegismatur -laugardag og sunnudag.
Kvöldmatur -föstudag og laugardag.
Gisting í 2 nætur.
Ef einhverjir óska eftir að kaupa stakar máltíðir er verðið 600kr. fyrir morgunmat, 1600 kr. fyrir hádegismat og 1600 kr. fyrir kvöldmat.

Kostnaður pr. keppanda Óðins:

Rúta                                 6.600
Matur og gisting               9.400
Fararstjórar og þjálfara   3.500
Stungugjöld                     2.500
Bakkanesti                       1000
Samtals =                         23.000
Niðurgreiðsla                    10.000 (Samherjastyrkur)

Upphæð pr. Keppanda    13.000 Leggist inn á reikning Óðins fyrir föstudaginn 30.05.

Á leiðinni heim verður borðað í Borgarnesi. Keppendur eru beðnir um að hafa með sér  1500 kr. til að greiða fyrir matinn.

Aðalreikningur Sundfélagsins Óðins:

Reikningsnr.: 0566-26-80180
Kennitala: 580180-0519

Ef millifært úr heimabanka sendist kvittun á netfangið odinn@odinn.is í skýringu skal koma fram nafn sundmanns og fyrir hvað er greitt