Örn Kató Arnarsson gerði sér lítið fyrir og sló Akureyrarmet í 800 metra skriðsundi karla á sænska meistaramótinu í Helsingborg 22. nóvember í 25 m laug. Hann synti 800 metrana á tímanum 8:43.19. Sló hann þar með met Sindra Þórs Jakobssonar frá árinu 2007 sem var 8:44.30. Sundfélagið Óðinn óskar Erni Kató innilega til hamingju með árangurinn.