Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi 2019 (AMÍ) í Reykjanesbæ 21. - 23. júní

Undirbúningur er á fullu fyrir AMÍ mótið varðandi skipulag, fararstjórn, gistingu, rútu og fleira. Kostnaðurinn er ekki alveg kominn á hreint, en hann mun liggja fyrir þegar hópurinn er kominn á hreint, líklegt er að kostnaðurinn með öllu plús lokhófi verði ca. 35-40 þúsund. Innifalið í kostnaði er rúta, fararstjórn, gisting, morgunnmatur, hádegismatur og kvöldmatur, bakkanesti, lokahóf með hátíðarkvöldverði og allir fá merktan AMÍ bol. Reiknað er með að fara seinnipart á fimmtudegi og koma heim á mánudegi.

Kallað er eftir skjótum viðbrögðum frá foreldrum með svör um hvort barnið ætli á mótið sem og hvort það ætli með rútu og gista í skólanum. Tilkynnið þátttöku með tölvupósti á yfirthjalfari@odinn.is og gjaldkeri@odinn.is þar sem fram kemur að barnið ætli með, verður í rútu og/eða gistingu. 

ATH: Það vantar ennþá fararstjóra á mótið, eins og staðan er núna hefur enginn boðið sig fram!

Ef staðan verður ennþá þannig nk. mánudag þarf því miður að blása það af að farið verði sem hópur á mótið. Þ.e. þá þarf hver og einn keppandi að vera á eigin vegum.

Ef þú hefur tök á að vera fararstjóri sendu þá póst á netfangið formadur@odinn.is

Hér er upplýsingar Aldursflokkameistaramót Íslands