Nú er komið að árlegum viðburði hjá okkur. Álfasalan byrjaði formlega mánudaginn 7. maí og lýkur sölu laugardaginn 12. maí.
Sundmenn í öllum keppnishópum ganga í hús dagana 7.-9. maí en dagana 10.-12. maí sjá eldri sundmenn og foreldrar þeirra um að standa vaktir i verslunum. Ætlunin er að þau serm eru að fara í æfingabúðir sjái að mestu um að manna vaktir í verslunum. Við biðjum ykkur um að skoða vaktaplanið og skrá ykkur á vaktir á netfangið fjaroflun@odinn.is
Nokkrir punktar:
• Salan í verslunum stendur yfir frá fimmtudeginum 10. maí 2012 og fram á laugardaginn 12 maí 2012.
• Oft er nauðsynlegt að foreldrar standi vaktina með börnum sínum þar sem bæði posar og miklir peningar eru um hönd.
• Mjög gott er að miða við lágmark 4-6 klst á hvern sundmann. Hver einstaklingur fær inn á sitt nafn krónutölu eftir vinnuframlagi sundmanns og aðstandenda.
Álfasalan er mjög góð fjáröflun fyrir félagið og við viljum endilega gera okkar besta í ár eins og undanfarin ár. Ef við náum ekki að manna vaktir vel þurfum við að leita í aðra hópa. Samtals eru þetta um 200 klukkustundir á 5 stöðum í bænum. (ÁTVR, Bónus, Bónus-nýja, Glerártorg, Hagkaup og Hrísalundur og við getum bætt við Byko eða Húsasmiðjunni ef vel gengur að manna vaktir). Við reiknum með einum til tveimur fullorðnum á hverjum stað.
Sundmenn Óðins og foreldrar!!! Stöndum saman og sýnum hvers við erum megnug ..... og gleymum því ekki að hver og einn fær greitt eftir sínu vinnuframlagi.
Bestu kveðjur, fjáröflunarnefnd Óðins