Álfasalan 2014

Nú er komið að árlegum viðburði hjá okkur. Álfasalan byrjar formlega þriðjudaginn 6. maí og lýkur sölu laugardaginn 10. maí.

 

Sundmenn í keppnishópum ganga í hús dagana 6. og 7.maí en dagana 8.-10. maí sjá eldri sundmenn og foreldrar um að standa vakir i verslunum. Ætlunin er að þau sem eru að safna í ferðasjóð vegna æfingabúða erlendis sjái að mestu um að manna vaktir í verslunum en það eru þeir sem eru fæddir 2001 og eldri. Ágóði hvers og eins fer á nafn sundmanns og nýtist hvort sem hann fer á mót innanlands eða í æfingabúðir. Nánar um æfingabúðir síðar en stefnt er á að fara á næsta ári.

 

Við biðjum ykkur um að hringja í síma 861-4187 (Alda) og velja ykkur götur til að selja í og vaktir í verslunum. Við erum með götur í Giljahverfi, Naustahverfi og á Brekkunni. Hafið samband sem fyrst svo við sjáum hvernig gengur að mannar vaktirnar. Þið getið sent póst á fjaröflun@odinn.is en ekki er víst að pósti verði svarað fyrr en á sunnudag svo betra væri að hringja.

Mikilvægt er að fá svar í síðasta lagi á sunnudag hvort þið ætlið að taka þátt því við þurfum að manna allar vaktir og ganga í allar götur !!! Ef þið viljið vera í ákveðnu hverfi eða götum takið það fram þegar þið hafið samband.

 

Sundmenn Óðins og foreldrar!!! Stöndum saman og sýnum hvers við erum megnug ..... og gleymum því ekki að hver og einn fær greitt eftir sínu vinnuframlagi.

Bestu kveðjur, fjáröflunarnefnd Óðins