Sundmenn í Afrekshópi, Úrvalshópi, Framtíðarhópi og Krókódilum ganga í hús dagana 5.-6.maí en dagana 7.-9. maí sjá eldri sundmenn og foreldrar um að standa vaktir við verslanir. Við biðjum ykkur um að skrá ykkur á vaktir á netfangið fjaröflun@odinn.is. Gott væri að fá svar sem fyrst.
Takið fram hvorn daginn hentar betur að ganga í hús (þiðjud.eða mið) og í hvaða hverfi þið viljið helst selja.
Með búðarvaktir, sendið hvenær þið getið selt, dag og tíma.
Þið fáið svo svar til baka þegar við erum búin að raða niður.
Nokkrir punktar:
Salan í verslunum stendur yfir frá fimmtudeginum 7. maí og fram á laugardaginn 9. maí.
Oft er nauðsynlegt að foreldrar standi vaktina með börnum sínum þar sem bæði posar og miklir peningar eru um hönd.
Álfasalan er mjög góð fjáröflun fyrir félagið og við viljum endilega gera okkar besta í ár eins og undanfarin ár. Við treystum á að þið takið vel í þetta því við þurfum að manna þetta vel.
Sundmenn Óðins og foreldrar! Stöndum saman og sýnum hvers við erum megnug ... og gleymum því ekki að hver og einn fær greitt eftir sínu vinnuframlagi.
Bestu kveðjur,
Fjáröflunarnefnd Óðins