Þar sem fer að styttast í mót hjá yngri iðkendum er rétt að vekja athygli á eftirfarandi ályktun sem var samþykkt á hjá stjórn SSÍ í sumar:
"Í ljósi umræðu innan sundhreyfingarinnar hér á landi og erlendis um að yngri keppndur (14 ára og yngri) byrji of snemma að nota þar til gerðan keppnisfatnað þó þess sé ekki þörf. Þau sjónarmið, að keppnissundfatnaðurinn sé dýr og geti stuðlað að félagslegu misvægi innan hópsins og gefi ekki þann árangur sem vænst er hjá yngra sundfólki, eru hávær. Stjórn SSÍ hvetur sundfélög innan sinna vébanda, eindregið til að setja sér stefnu í notkun keppnissundfatnaðar hjá börnum yngri en 14 ára. Þá hvetur SSÍ, félög til að fræða foreldra barna yngri en 14 ára, um keppnissundfatnað og þörf á honum".
Umræða skapaðist um þessa ályktun á vinnufundi þjálfara og stjórn Sundfélagsins Óðins og var það samdóma álit að lýsa yfir fullum stuðningi við þessa ályktun. Þjálfarar og stjórn Óðins vilja því beina þeim tilmælum til foreldra að kaupa ekki keppnisfatnað á iðkendur fyrr en þau hafa náð fermingaraldri.