Jæja nú er hlutirnir að skýrast.
Rútan fer af stað fimmtudaginn 12.júní kl 14:00 frá planinu sunnan við Íþróttahöllina.
MÆTING 13:45
Krakkarnir þurfa að hafa nesti meðferðis fyrir ferðina, en kvöldverður verður síðan framreiddur strax við komu.
Reiknað er með að rútan fari svo af stað heim kl 10 að mánudagsmorgni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér kr. 1.500 fyrir mat á leiðinni. Fararstjórar geta geymt peninga.
Gistiaðstaða og matur
Gist verðurí Holtaskóla. Skólinn er staðsettur andspænis Vatnaveröld.
Keppt verður í Vatnaveröld við Sunnubraut.
Þeir sem ferðast á eigin vegum og gista í skólanum verða að vera komnir í síðasta lagi kl 21:30, því ætlast er til að ró sé komin á í skólanum kl 22:00
Matur verður framreiddur í Holtaskóla. Lokahófið verður í Stapa í Njarðvík.
Leggja skal inn á reikning félagsins 0566-26-80180, kt 580180-0519 tilvísun nafn barns kr. 30.000 og skiptist þannig:
Rúta 14.000
AMÍ pakki 20.000 (innifalið matur, gisting, bolur og lokahóf)
Fararstj. + þjálfarar 2000
Bakkanesti 1000
Samtals 37.000 (niðurgreitt um 7000)
Heildargreiðsla sundmanns 30.000
Óskum ykkur góðrar ferðar og góðs gengis. Áfram Óðinn
kveðja stjórnin