ÍM 25 var klárað með stæl af okkur í dag.
Miklar bætingar og fullt af verðlaunum
Tinna fékk silfur í 100m skriðsundi S-14 unglinga og bætti sig vel sem og í 100. baksundi.
Breki bætti sig í 50m bringusundi og fékk silfur fyrir þá grein í flokki S4-S8. Einnig synti hann 100m skrið og var aðeins frá sínu besta.
Axel synti 5 greinar með boðsundi í dag og stóð sig vel! Bætti sig helling í 100 skrið og fjór og fékk brons í 100 fjór í flokki S14. Fór svo á flottum tíma í 50m flugsundi en fyrir átti hann ekki tíma. Var svolítið frá sínu besta í 200m skriðsundi, enda var það síðasta greinin fyrir boðsund og komin smá þreyta í skrokkinn.
Bjarki syndi með eindæmum vel bæði í gær og í dag! Alveg eins og súperman eins og hann sagði sjálfur ;) En hann bætti sig helling í 100m skriðsundi og fór á flottum tíma í 100m baksundi en fyrir átti hann ekki tíma í þeirri grein. Svo gerði hann betur og bætti sig um 1 sek frá því í gær, í boðsundinu, en þar syndi hann síðastur 50m skriðsund!
Lilja stóð sig með prýði en var aðeins frá sínu besta. Synti órtúlega flott 50m bringusund og náði sér þar í 1 gull.
Síðan var það Bergur sem var að synda sitt fyrsta Íslandsmeistaramót. Hann synti 50m bringusund og bætti sig þar og fékk gull. Fór á flottum tíma í 100m fjórsundi en fyrir átti hann ekki tíma. Einnig fór hann 50m flugsund en gerði þar ógilt en stóð sig rosalega vel.
Strákarnir luku svo mótinu með fjórsundboðsundi en þar synti Breki baksund, Bergur bringusund, Axel flugsund og Bjarki skriðsund og gerðu þeir þetta alveg stórglæsilega.
Mig langar að þakka ölluk kærlega fyrir helgina, þetta var alveg frábært í allastaði og krakkarnir stóðu sig órtúlega vel! :)
Kveðja, Anna Fanney