Vilhelm Hafþórsson bætt um betur í Finnlandi í gær og landaði öðrum Norðurlandameistaratitli, nú í 50 m skriðsundi. Þá náði hann einnig bronsverðlaunum í 100 m bringusundi.
Eins og fram hefur komið var hann þegar búinn að landa meistaratitli í 200 m skriðsundi, silfri í 100 m baksundi og 100 m skriðsundi og bronsi í 100 m flugsundi. Ísland vann til 5 gullverðlauna og þar af átti Villi sem sagt tvenn. Kppendur Íslands voru 13 talsins.
Á mótinu var keppt er eftir reglum IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra - Paralympic), sem segja má að sé afrekshlutinn í íþróttakeppni fatlaðra. Allir fötlunarflokkar kepptu saman og verðlaun voru gefin miðað við stig hvers sundmanns, þ.e. heildarstigafjölda á tíma hvers sundmanns miðað við gildandi heimsmet í flokknum.