Óðinskrakkar gerðu góða ferð á TYR-mót Ægis sem haldið var í Laugardalslauginni. Mótið var liður í undirbúningi fyrir Íslandsmótið í 25 m laug í nóvember og voru nokkrir að ná sínum fyrstu lágmörkum þangað inn.
Árangurinn á mótinu lofar góðu fyrir framhaldið og nú ríður á að sundmenn æfi áfram af kappi. Við fyrstu yfirferð er ljóst að a.m.k. tvö Akureyrarmet féllu, bæði í 50 m skriðsundi. Bryndís Bolladóttir bætti Akureyrarmet 12 ára og yngri er hún synti á 30:17 og Birkir Leó Brynjarsson bætti eigið met er hann synti á 26,63.
Á mótinu voru veitt verðlaun fyrir árangur í einstökum greinum í flokkum 14 ára og yngri og hér á eftur verður tíundaður árangurs Óðinsfólks þar sem það skipaði eitt af þremur fyrstu sætum.
Karlar / Konur
Júlía Ýr Þorvaldsdóttir
Gull: 100 m bringusund. Brons: 50 m bringusund, 200 m bringusund
Halldóra S. Halldórsdóttir
Brons: 50 m flugsun
Hildur Þ. Ármannsdóttir
Brons: 50 m baksund
Freysteinn Viðar Viðarsson
Brons: 200 m fjórsund
Oddur Viðar Malmquist
Silfur: 200 m flugsund. Brons: 400 m skriðsund
13-14 ára:
Birkir Leó Brynjarsson
Gull: 100 m fjórsund, 100 m skriðsund. Silfur: 400 m skriðsund. Brons: 200 m skriðsund
Rakel Baldvinsdóttir
Silfur: 200 m flugsund. Brons: 200 m skriðsund, 200 m baksund.
Nanna Björk Barkardóttir
Gull: 100 m flugsund, 200 m fjórsund og 100 m bringusund. Silfur: 100 m fjórsund
Maron Trausti Halldórsson
Gull: 200 m baksund. Silfur: 100 m baksund
Kári Ármannsson
Silfur: 100 m bringusund. Brons: 200 m bringusund
Kristín Ása Sverrisdóttir
Silfur: 200 m bringusund, 200 m fjórsund.
Brons 4x50 m skriðsund:
Nanna Björk Barkardóttir, Anna Lilja Valdimarsdóttir, Kristín Ása Sverrisdóttir, Ylfa Björt Jónsdóttir.
12 ára o.y.
Bryndís Bolladóttir
Silfur: 100 m flugsund, 200 m fjórsund, 100 m skriðsund. Brons: 200 m skriðsund
Snævar Atli Halldórsson
Silfur: 100 m bringusund
Silfur 4x50 m skriðsund:
Bryndís Bolladóttir, Jana Þórey Bergsdóttir, Aldís Dögg Ólafsdóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir.
Silfur 4x50 m fjórsund:
Snædís Sara Arnedóttir, Embla Sólrún Einarsdóttir, Bryndís Bolladóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir.
10 ára o.y.
Aron Bjarki Jónsson
Gull: 50 m bringusund. Brons: 100 m skriðsund, 50 m skriðsund