Eftirfarandi tilkynning barst frá Sundsambandinu
Sæl öll
Vegna viðhalds í Holtaskóla munum við færa gistingu og afgreiðslu matar í Myllubakkaskóla sem stendur við Sólvallagötu (sjá kort).
http://ja.is/kort/#q=Myllubakkask%C3%B3li&x=325881&y=393345&z=10&from=Vatnaver%C3%B6ld&to=Myllubakkask%C3%B3li
Skólinn er aðeins um 300m frá Vatnaveröld.
Tjaldsvæði:
Við höfum einnig heyrt af fjölmörgum sem hafa haft samband við Alex-tjaldsvæði og þeir virðast ekki hafa getað tekið við þeim fjölda sem við áætluðum.
Við höfum því sett upp tjaldsvæði á lóð Myllubakkaskóla. Þar verður í boði rafmagn og salerni.
Við biðjum þá sem eru að koma með vagna að skrá sig hjá Guðnýju á gudnymagg@gmail.com Allir velkomnir!
Verðinu er stillt í hóf og er aðeins til að mæta kostnaði við rafmagn og leigu á salernum.
Rafmagn í sólarhring kostar 700 kr.
Einn vagn eða hýsi í sólarhring 1.800 kr. (skiptir ekki máli hve margir eru í hýsinu).
Við hlökkum til að eiga skemmtilega daga í Reykjanesbæ með ykkur öllum.
Kær kveðja
Sigurbjörg Róbertsdóttir
Formaður Sundráðs ÍRB