Ásmeginmót SH gert upp og ÍM50 framundan

Hluti af keppnishóp Óðins!
Hluti af keppnishóp Óðins!

Ásmeginmót SH var haldið með glæsibrag um síðustu helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði

Óðinn átti 12 þátttakendur á mótinu, þeir áttu raunar að vera 16 en fjórir heltust úr lestinni á síðustu stundu. Krakkarnir stóðu sig vel. Þau sýndu mikla áræðni og kjark og tókust á við verkefni helgarinnar virkilega vel.

Það voru töluverðar bætingar hjá krökkunum en þau stungu sér samtals 83 sinnum til sunds og bættu sig í 59 sundum! Allir bættu sig í einhverjum af keppnisgreinunum sínum og sumir bættu sig meira að segja í öllum. Jón Ingi Einarsson setti nýtt Akureyrarmet í flokki 13-14 ára þegar hann synti 50m flugsund á 30.16 sekúndum. Þá náði Alexander Reid McCormick viðmiðstíma í 200m skriðsundi til þátttöku í Framtíðarhópi SSÍ.

Friðrika Sif Ágústdóttir, Benedikt Már Þorvaldsson og Ívan Elí Ólafsson náðu í fyrsta skipti lágmörkum á Íslandsmeistaramótið í 50m laug en Björn Elvar Austfjörð sem var áður búinn að ná lágmörkum, synti aftur undir þeim á þessu móti, en hann er einnig að fara í fyrsta skipti á ÍM50.

Þeir 12 sundmenn sem keppa fyrir hönd Sundfélagsins Óðins á ÍM50 sem fram fer í Laugardalslaug eftir tvær vikur verða því: Alexander Reid McCormick, Alicja Júlia Kempisty, Benedikt Már Þorvaldsson, Björn Elvar Austfjörð, Bríet Laufey Ingimarsdóttir, Friðrika Sif Ágústsdóttir, Ísabella Jóhannsdóttir, Ívan Elí Ólafsson, Jón Ingi Einarsson, Katrín Birta Birkisdóttir, Lovísa Austfjörð og Magni Rafn Ragnarsson.

Glæsilegur hópur ungra sundmanna sem vaxa og dafna vel sem íþróttamenn.

 Myndir frá mótinu má sjá hér: https://www.odinn.is/is/moya/gallery/index/index/_/asmeginmot-sh-2025