Bikarkeppni SSÍ verður haldin í Laugardalslaug 10-11 október.
Eftir langt hlé þá förum við með lið á þetta mót.
Lagt verður af stað á föstudagsmorgun kl 09:00 og er mæting sunnan við Íþróttahöllina. Gist verður á farfuglaheimilinu og því þurfið þið bara að hafa með ykkur sængurföt utan um.
Annar útbúnaður í samræmi við mót innanhús.
Lagt verður af stað heim eftir mót á laugardeginum.
Kostnaður sundurliðaður:
Rúta 8000 kr
Gisting og morgunmatur 4800 kr
Matur og bakkanesti 4200
Þjálfari og fararstjórn 2000
= 19.000
Leggið inn á reikning sundfélagsins fyrir brottför.
Reikningsnr.: 0566-26-80180
Kennitala: 580180-0519
Ef millifært úr heimabanka sendist kvittun á netfangið odinn@odinn.is í skýringu skal koma fram nafn sundmanns og fyrir hvað er greitt