Breyting á tímasetningu AMÍ og SMÍ 2025

Sundfélagið Óðinn vekur athygli á breytingu á atburðadagatali Sundsambands Íslands. Þar hefur tímasetningu Aldursflokkameistaramóts Íslands (AMÍ) og Sundmeistaramóts Íslands (SMÍ) árið 2025 verið víxlað. AMÍ verður haldið dagana 20. - 22. júní hér á Akureyri og SMÍ dagana 28. - 29. júní í Ásvallalaug í Hafnarfirði. 

Bæði mótin er lágmarkamót.

Lágmörk fyrir AMÍ (15 ára og yngri) má sjá hér: https://www.sundsamband.is/library/Sundithrottir/Lagmork-og-vidmid/2025-2028/L%c3%a1gm%c3%b6rk%20fyrir%20AM%c3%8d%202025%20-%202028.pdf.

Lágmörk fyrir SMÍ (14 ára og eldri) má finna hér: https://www.sundsamband.is/library/Sundithrottir/Lagmork-og-vidmid/2025-2028/L%c3%a1gm%c3%b6rk%20fyrir%20SS%c3%8d%20m%c3%b3t%202025-2028.pdf.

Sundfélagið Óðinn hvetur foreldra allra iðkenda og aðra áhugasama til að taka helgina 20. - 22. júní frá og aðstoða okkur við að halda glæsilegt AMÍ árið 2025. Margar hendur vinna létt verk og frábær félagsskapur í boði :)