Keppni er nú lokið á Norska meistaramótinu í 50 m laug þar sem Bryndís Rún Hansen var meðal keppenda. Hún stóð sig vel eins og við var að búast og raðaði inn verðlaunum.
Bryndís keppti í fimm greinum, 50 og 100m flugsundi, 50 og 100m skriðsundi og 50m baksundi auk boðsunda. Keppt er í tveimur aldursflokkum 19 ára og yngri (junior - JR) og 20 ára og eldri (Senior - SR) en mótið er þannig skipulagt að um morguninn er synt í í beinum úrslitum í yngri flokki veitt eru verðlaun. Ef keppandi í yngri flokki er með einn af 8 bestu tímum í heildina syndir hann í úrslitum.
Bryndís vann gull í sinni fyrstu grein, 50 baksundi og silfur í úrslitum í eldri flokki. Hún synti á 30,42 sem er bæting. Þá tók hún fyrsta sprett 4x100 m skriðsundi þar sem sveitin vann silfur í yngri og brons í eldri. Synti á 57,87 sem er við hennar besta tíma.
Næsta grein var 50 m skriðsund og þar hún silfur í JR. og varð fjórða í SR. Tíminn fh. 26,51 sem er bæting um 10/100 frá því á IM50. Þá nældi boðsundsveitin sér í brons í 4x100 fjór fyrir hádegi.
Þá var komið að 100 flug og vann Bryndís sifur í JR og varð fjórða í SR. Tíminn 1:03,08. Boðsundsveitin vann gull í 4x200 skrið í JR og brons í SR. Þess má geta að bðsundssveitin hefur í tvígabg synt undir norsku unglingameti en það færst ekki viðurkennt þar sem Bryndís er íslensk.
Í dag, þriðjudag, keppti Bryndís svo í 50 flug og 100 skrið. Vann gull í 50 flug í JR og varð 3. í SR. Í 100 skrið vann hún svo silfur í JR og varð 6. í SR. Hún var svo í 11. sæti yfir sgtigahæstu sundmenn mótsins í SR-flokki.
Þess má til gamans geta að líkt og á Norska meitaramótinu í 25 m laug fyrr á árinu voru Bryndís og Sindri Þór Jakobsson, sem einnig er uppalinn í Óðni, einu sundmenn Bergensvommerne sem unnu gull í einstaklingsgreinum. Lið þeirra varð stigahæsta lið Noregs í JR-flokki og í 3. sæti í SR.