Dagurinn gekk ágætlega.
Bryndís Rún vann 50 skrið og náði lágmörkum fyrir landsliðsverkefni sumarsins. Það er frábær árangur hjá henni og góður undirbúningur fyrir hana þar sem hún stefnir á heimsmeistaramótið i desember.
Aðrir sem syntu í úrslitum voru þau Nanna Björk í 100 bringu og 200 fjor. Synti bæði sundin vel en var aðeins frá sínum bestu tímum. Birgir Viktor synti 100 bringu og var hársbreidd frá verðlaunasæti.
Elín Kata synti frábært 200 m. flugsund og var 17 hundruðustu frá verðlaunasæti.
Bryndís Bollad. synti bæði 400 skrið og 50 skrið í úrslitum. Hún synti ágætlega en var rétt við sína tíma.
Það var dálítið stress í liðinu en það á eftir að veðrast af þeim. Í undanrásum þá voru Kristín Asa ,, Anna Lilja , Guðrún og Rakel að synda mjög vel og bættu sig vel í sínum greinum. Ekki munaði miklu að þær syntu sig inní úrslit. Við lukum 1. degi með boðsundi hjá stelpunum og urðu þær í 4.sæti. Fínt hjá stelpunum og það var góð barátta hjá þeim.