Fyrsta hluta lokið og margir áttu frábær sund og allir syntu vel. Við eigum fjóra sundmenn sem synda í úrslitum í kvöld en það eru þau Birgir Viktor í 100 m. bringusundi, Bryndís í 400 skrið og 50 skrið, Nanna Björk í 100 bringu og 200 fjór og Rakel í 200 bak.
Krakkarnir eru að bæta sig mikið og sína góðar framfarir. Það verður spennandi að sjá hvernig kvöldið fer því þau eiga öll möguleika á verðlaunum. Einnig er Bryndís búin að ná lágmörkum á NMU sem fer fram í Færeyjum núna í desember, Nanna var sekúndu frá lágmarkinu í 200 fjór en hún syndir það í kvöld. Frábær árangur hjá krökkunum okkar.
Þið getið fylgst með í beinni á vefsíðunni sem gefin er upp á heimasíðu mótsins.
Hressar sundkveðjur
IM 25 hópurinn.
Öðrum hluti á IM er lokið.
Góður dagur hjá Óðins krökkunum. Nanna Björk og Bryndís fengu bronsverðlaun. Bryndís í 50 skriði og Nanna Björk í 200 m. fjórsundi. Þær syntu einnig undir lágmörkum í unglingalandsliðið . Þær verða báðar í NMU liðinu sem fer til Færeyja að keppa núna í desember. Frábær árangur hjá þeim. Birgir Viktor og Rakel syntu einnig í úrslitum og stóðu sig vel Syntu bæði mikið baráttusund og náðu að bæta sinn fyrri árangur.
Góð stemming í hópnum og ákveðnir í að standa sig vel. Morgundagurinn er tekinn snemma og upphitun byrjar 7.
Muna að fylgjast með okkar krökkum og framförunum sem þau eru að sýna.
Með sundkveðjum
IM 25 hópurinn.