Annar dagurinn á IM 25 er liðinn og Óðins liðið sátt með sitt dagsverk.
Margir syntu vel í morgun í undanrásum og bættu árangur sinn verulega.
Þórkatla og Embla Sól riðu á vaðið og syntu 200m. skriðsund og bættu þær sig báðar verulega. Bryndís , Elín Kata og Rannveig syntu 100m flugsund og bættu Rannveig og Elín Kata sig . Bryndís og Elín Kata syntu síðan í úrslitum þar sem Elín bætti sig aftur og nældi í silfrið. Bryndís synti hraðar en um morguninn og bætti sig um sekúndu frá undanrásum. Embla Sól , Kristín Ása og Þura syntu 50m. baksund og bættu þær sig allar. Greinin þar á eftir var síðan 100 fjór og synti Bryndís aftur þá. Hún reyndi að synda létt til að geta synt bæði úrslitasundin eftir hádegið sem og hún gerði. Hún synti enn betur eftir hádegið í úrslitum. Baldur Logi synti 400 m. fjórsund og stórbætti tímann sinn í þeirri grein. 200 bringa kvenna var á eftir því og þar syntu María, Nanna Björk og Embla Sólrún. Nanna og Embla syntu sig inní úrslit og bættu árangur sinn enn meira þar. Nanna Björg nældi sér í brons í þessari grein og bætti sig verulega. Snævar Atli synti mjög vel og bætti tímann sinn verulega og einnig í úrslitum. Embla Sól og Þórkatla syntu 800 m. skriðsund í undanrásum og bætti Embla sig í þeirri grein. Þórkatla synti við sinn tíma. Snævar Atli synti 800 m. skriðsund eftir smá hvíld eftir 200m bringusund og var við sinn tíma í þeirri grein.
Eftir þetta skelltu krakkarnir sér í blandað boðsund og stóðu sig vel þar. Eftir hádegið syntu stelpurnar frábært boðsund og nældu sér í bronsið í því boðsundi.
Góður dagur hjá Óðinsliðinu og allir komnir í ró. Hvíldin mikilvæg fyrir komandi átök. Lokadagurinn á morgun og mikil stemming í liðinu.
Sundkveðjur frá IM liði Óðins.