Óðins sundfólkið heldur áfram að bæta sig og næstseinasti hluti gekk mjög vel.
Bryndsís setti nýtt íslandsmet í telpnaflokki í 50 m. flugsundi og bætti þar met Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur ÍA.
Hún synti einnig 100 m. skriðsund og bætti sig þar líka. Hún syndir báðar þessar greinar í úrslitum á eftir.
Nanna Björk synti mjög vel 50 m. bringusund og 50 m. flugsund . Bætti sig og syndir í úrslitum einnig báðar greinar.
Rakel og Elín Kata syntu báðar 400 m. fjórsund en voru nokkuð frá sínum besta árangri. Júlía Ýr bætti sig bæði í 50 m. flugsundi og 50 m. bringusundi. Hún syndir bringusundið til úrslita núna á eftir.
Rakel synti líka 100 m. baksund og var við sinn besta tíma. Elín Kata bætti sig í 100 m. skriðsundi.
Guðrún, Kristín Ása, Anna Lilja og Embla syntu allar 50 m. bringusund. Þær stóðu sig allar vel þó svo að þær hafi ekki náð í úrslit.
Birkir Leó stórbætti árangur sinn í 1500 m. skriðsundi og synti glæsilegt sund, hann bætti sig einnig í 100 m skriðsundi.
Oddur Viðar synti vel og er að koma sterkur til baka eftir smá fjaveru vegna veikinda.
Birgir Viktor synti mjög vel bæði 50 m. flugsund og 50 m. bringusund. Bætti sinn fyrri árangur og er að synda bæði sundin í úrslitum.
Hressar sundkveðjur
IM 25 hópurinn.