Fimmti desember er dagur sjálfboðaliðans. Við í Óðni erum afskaplega heppin með okkar sjálfboðaliða sem eru tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum fyrir sundhreyfinguna okkar á Akureyri. Öflugir foreldrar standa vaktina, hvort sem er á sundmótum, í fararstjórn eða í trúnaðarstörfum fyrir félagið. Þá er dásamlegt hve margir ,,gamlir sundmenn" og ,,gamlir sundforeldrar" eru alltaf tilbúnir til að stökkva til og aðstoða þegar þörf er á og vinna fyrir sitt félag og sundhreyfinguna í heild sinni. Sumir ná því meira að segja að verða ,,sund-ömmur og afar" og halda enn áfram sínum sjálfboðaliðastörfum og fylgja mörgum kynslóðum sundmanna í gegnum sinn feril í lauginni.
Ykkar framlag kæru sjálfboðaliðar er ekki sjálfsagt en þetta er ekki hægt án ykkar og erum við innilega þakklátar fyrir ykkar störf og framlag. Takk.
Með kveðju,
Hildur Sólveig og Kristjana, yfirþjálfarar Óðins.