Árlegt Desembermót Sundfélagsins Óðins fór fram í dag. Sundfólkið stóð sig að venju eins og sannar hetur og reyndi að láta aðstæðurnar trufla sig sem minnst, frost og snjókomu. Í raun gengur kraftaverki næst að hægt sé að halda sundmót í útilaug í desember og sannarlega ekki þær aðstæður sem boðlegar eru fyrir eitt stærsta sundfélag landsins árið 2011.
Keppendur voru tæplega 70 talsins frá 4 félögum, þ.e. Óðni, Samherjum, Rán og ÍA. Samkvæmt venju voru veittar viðurkenningar fyrir stigahæstu sund og það voru: Bryndís Bolladóttir (meyjar), Snævar Atli Halldórsson (sveinar), Nanna Björk Barkardóttir (telpur), Birkir Leó Brynjarsson (drengir), Halldóra S. Halldórsdóttir (stúlkur), Birgir Viktor Hannesson (piltar), Elma Berglind Stefánsdóttir (konur), Einar Helgi Guðlaugsson (karlar). Mynd af sundfólkinu með viðurkenningar sínar má sjá hér að ofan.
Sævar tók myndir sem koma von bráðar inn á myndasíðuna.