Desembermót Óðins 2024

Hér má sjá drengina sem voru í boðsundssveitunum. Frá vinstri: Ívan Elí Ólafsson, Benedikt Már Þorva…
Hér má sjá drengina sem voru í boðsundssveitunum. Frá vinstri: Ívan Elí Ólafsson, Benedikt Már Þorvaldsson, Alexander Reid McCormick, Magni Rafn Ragnarsson og Jón Ingi Einarsson.

Desembermót Óðins fór fram 7. desember í Sundlaug Akureyrar. Mótið fór fram í ágætis vetrarveðri og var frost á bilinu 2 - 4 gráður. Keppendur voru 55 talsins og bauð foreldrafélag Óðins keppendum upp á heitt kakó og smákökur eftir mótið. 

Þrjú Akureyrarmet í boðsundi 13 - 14 ára drengja voru slegin á mótinu:

4*50 metra fjórsund - 2:10.10 (gamla metið var 2:14.82 og var frá árinu 2008) Sveitina skipuðu: Jón Ingi Einarsson, Magni Rafn Ragnarsson, Benedikt Már Þorvaldsson og Alexander Reid McCormick.

4*50 metra skriðsund - 1:57.44 (gamla metið var 1:58.80 og var frá árinu 2008) Sveitina skipuðu: Jón Ingi Einarsson, Ívan Elí Ólafsson, Alexander Reid McCormick og Magni Rafn Ragnarsson.

4*100 metra skriðsund - 4:24.46 (gamla metið var 4:28.34 og var sett á AMÍ fyrr á þessu ári) Sveitina skipuðu: Magni Rafn Ragnarsson, Alexander Reid McCormick, Ívan Elí Ólafsson og Jón Ingi Einarsson.

Sundfélagið Óðinn þakkar öllum sjálfboðaliðum sem komu að mótinu kærlega fyrir ómetanlegt framlag.