FRÍTT FYRIR ALLA. Dómaranámskeið í tengslum við Sprengimótið 19-20 september.

Sundfélagið Óðinn heldur dómaranámskeið fyrir áhugasama foreldra og aðra aðstandendur.

Fimmtudaginn 17. september kl: 17:30 verður bóklegi hlutinn haldinn í Verkmenntaskólanum, nánari upplýsingar varðandi aðkomu að VMA síðar til þeirra sem skrá sig á námskeiðið.

Verklegu hlutarnir fara síðan fram á mótinu sjálfu sem er í þremur hlutum og hefst á laugardagsmorgunn.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur og annað sem við kemur hverju sundi fyrir sig.

Kennari er Ólafur Baldursson.

Áhugasamir láti vita á mailið lisabj@simnet.is í síðasta lagi á miðvikudagskvöldið þar sem námsgögn verða send viðkomandi í tölvupóti.