Fyrstu gullverðlaun Óðins komu í hús í dag þegar Erla Hrönn Unnsteinsdóttir varð aldursflokkameistari í 200 m baksundi 17-18 ára. Að lokinni keppni dagsins er Óðinn í 4. sæti í stigakeppninni.
Aðrir sem unnu til verðlauna fyrir Óðinn í dag voru Nanna Björk Barkardóttir sem vann brons í 100 m bringusundi og 200 m fjórsundi í flokki 13-14 ára, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir vann brons í 100 m bringusundi 15-16 ára og Freysteinn Viðar Viðarssonn fékk silfur í 100 m bringusundi og brons í 200 m fjórsundi í flokki 17-18 ára.
Þá komu þrenn verðlaun í boðsundum dagsins, 4x100 m fjórsundi.
Strákar 12 ára og yngri hlutu silfur en sveitina skipuðu: Baldur Logi Gautason, Aron Bjarki Jónsson, Snævar Atli Halldórsson og Hákon A. Magnússon.
Stelpur 12 ára og yngri tóku bronsið en sveitina skipuðu: Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Embla Sólrún Einarsdóttir, Bryndís Bolladóttir og Jana Þórey Bergsdóttir.
Strákar 13-14 ára fengu einnig brons og sveitina skipuðu: Birkir Leó Brynjarsson, Snævar Atli Halldórsson, Maron Trausti Halldórsson og Kári Ármannsson.
Sem fyrr segir er Óðinn í 4. sæti stigakeppninnar þegar einn dagur er eftir. Stigastaðan er annars þannig:
1 Sundfélagið Ægir 946
2 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 916
3 Sunddeild Fjolnis 410
4 Sundfélagið Óðinn 405. 50
5 Sundfélag Hafnarfjarðar 349
6 Sundfélag Akraness 300
7 Sunddeild KR 260
8 Ungmennasamband Kjalanesþings 156. 50
9 Sunddeild Ármann 61
10 Sundfélagið Vestri 58
11 Ungmennasamband Borgarfjarðar 52
12 Íþróttabandalag Vestmannaeyja 6
Í fyrramálið hefst keppni kl. 8:30.