Bryndís Rún í Kazan 2015
Bryndís Rún fékk úthlutað styrk frá KEA sem hún sótti um vegna sundsins sem sundmaður Óðins og Akureyrar. Hún fékk 150.000.- sem kemur sér afar vel nú þegar undirbúningur fyrir Ólympíuleika stendur sem hæst.
Bryndís er nú stödd í Mishican í USA við æfingar, þaðan liggur leið til Istanbul í Tyrklandi þar sem hún mun æfa og keppa á löglegu móti fyrir ÓL um miðjan des.
Bryndís keppti ekki á IM25 og eins fer hún ekki á EM25 í Ísrael þar sem hún verður að velja sér verkefni og æfingaaðstöðu sem hagstæðast þar sem hún er ekki að njóta styrkja frá SSÍ eða ÍSÍ. Vonandi sér ÍSÍ sér fært að styrkja hana sem fyrst þar sem hún er líklegur kandidat á ÓL og í ÓL hópi SSÍ.
Bryndís kemur heim aftur fyrir IM50 og verður í æfingum með landsliði SSÍ fram að EM50 sem skilar henni vonandi á Ólympíuleika í Ríó í ágúst.
Ferill Bryndísar