Extramót SH verður haldið helgina 28.-29. október í Ásvallalaug. Frá Óðni fara sundmenn úr Afrekshópi og Úrvalshópi sem hafa náð tilskyldum lágmörkum.
Hópurinn mun ferðast með rútu en lagt verður af stað á föstudeginum 27. kl. 13. Farið verður frá planinu við Íþrótthöllina en rútan verður komin þangað kl. 12:40.
Lagt verður af stað norður upp úr hádegi á sunnudag eftir að seinasta hluta er lokið, en nánari tímasetning á heimkomu verður sett inn á Facebooksíðu Sundfélagsins eftir að hópurinn leggur af stað.
Kostnaður vegna mótsins er 27.000.- en sundurliðun á kostnaði er svohljóðandi:
Rúta: 7.500.-
Gisting/matur: 10.400.-
Bakkamatur: 1.000.-
Kostnaður v. þjálfara og fararstjóra: 3.600.-
Stungugjöld: 4.500.-
Vinsamlegast greiðið upphæðina inn á reikning: 0566-26-80180 kt. 580180-0519 fyrir miðvikudaginn og munið eftir að senda kvittun á gjaldkeri@odinn.is. Ef þið ætlið að nýta inneign af fjáröflunarreikningi vinsamlegast látið vita af því og sendið þær upplýsingar á sama netfang.
Þjálfarar í ferðinni verða Ragnheiður og Viktor.
Fararstjórar eru Erla Dögg Ólafsdóttir s: 8919044 og Ásta Bárðardóttir s:6991079. Erla fer með rútunni og verður með hópnum allan tímann. Ásta hittir hópinn fyrir sunnan og verður með fyrri nóttina.
Vinsamlegast farið vel yfir hvað þarf að hafa meðferðis. Upplýsingar um það eru á heimasíðu Óðins undir flipanum “upplýsingar”
Hér má svo nálgast frekari upplýsingar um mótið:
Og hér er hægt að nálgast keppendalista og bein úrslit:
https://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/19450/live/index.html