Ekkert lát er á metaregninu hjá Bryndísi Rún Hansen á EM25 í Póllandi. Í gær tvíbætti hún metið í 50 m flugsundi og í dag var komið að 100 m flugsundi. Þar fór hún á 1:00;25 sem er bæting á Íslandsmeti hennar frá því fyrir tveim vikum á norska meistaramótinu, 1:00;81. Það styttist því óðum í 1 mínútu múrinn.