Farið verður frá íþróttahöllinni á sama stað og vanalega á föstudaginn kl 13.
Kostnaður er 22.500 kr og inn í því er rúta, matur, gisting, stungugjöld, ávextir á bakka, þjálfara og fararstjórar. Greiðist inn á reikning Sundfélagsins f. föstudag. 0566-26-80180 og setja nafn barns sem tilvísun. Senda síðan kvittun í tölvupósti á odinn@odinn.is.
Þeir sem eiga inneign í fjáröflun geta nýtt hana til að greiða niður ferðina. Hafið samband við fjaroflun@odinn.is.
Fararstjórar eru tveir.
Lísa Björk (mamma Snævars Atla í Afreks) 865 9953
Kolla (mamma Rebekku Sif í Úrvals) 892 1558
Við gistum í skóla þannig að það þarf að hafa með sér viðeigandi búnað fyrir þannig gistingu. Einnig er gott að nesta sig vel í rútuna og minnum þá að hafa með sér hollt nesti. Ekki snakk, ekki sætt kex og ekki gosdrykki.