Til að auðvelda yfirsýn um fjáraflanir og inneign hvers sundmanns hefur verið tekinn í notkun sérstakur fjáröflunarreikningur og netfang sem best er að öll samskipti vegna fjáraflana fari í gegn um.
Númer fjáröflunarreiknings er 1145-05-442968 og kennitala 580180-0519. Inn á þennan reikning á að leggja allt er varðar fjáraflanir, svo sem vegna sölu á WC-pappír, kleinum og öðrum vörum sem seldar eru. Samskipti vegna fjáraflana fari í gegnum netfangið fjaroflun@odinn.is. Þangað er best að senda póst til þess t.d. að fá upplýsingar um inneignarstöðu hvers sundmanns og einnig afrit þegar lagt er inn í heimabanka.