Næsta fjáröflun er heilsufiskibollur frá Ektafiski, þær eru úr ferskum þorski þar sem hlutfall fisks er 72%. Þær eru trefja- og próteinbættar en án msg, transfitu, eggja, mjólkur og hveitis. Þær eru steiktar upp úr jurtaolíu. Þær henta því vel þeim sem eru með ofnæmi/óþol. Svo eru þær líka góðar.
PDF-skjal með upplýsingum um bollurnar. er hér að neðan. Þið getið prentað það út til að sýna væntanlegum kaupendum. Opna PDF-skjal Þessi fjáröflun er fyrir hákarla, afreks-, úrvals-, framtíðarhópa og krókódíla, eða allir keppnishópa.
Við fáum þær í 800 gramma pakkningum og þið safnið saman í pöntun sem þið sendið frá ykkur í síðasta lagi á mánudaginn 31. okt, fyrir kl 22:00. Eftir það verður pöntun send á Ektafisk, vinsamlegast virðið þessi tímamörk. Lágmarkspöntun er 5 pakkningar, svo 10, 15, 20 og svo framvegis. Við afhendum svo bollurnar föstudaginn 4.nóv, tími og staður ekki alveg kominn á hreint. Leggið andvirðið inn á reikning fjáröflunarnefndar: 1145-05-442968 og kennitala 580180-0519. Upplýsingar um verð hefur verið sent í tölvupósti.
WC pappír verður hægt að nálgast í næstu viku, miðvikudaginn 2. nóv, sjá hér á heimasíðunni undir fjáraflanir.
Eitthvað hefur tölvupósturinn verið að stríða okkur, allur póstur sem er reply á fjaroflun@odinn.is hefur ekki skilað sér síðustu daga, ef einhver hefur sent okkur póst og ekki fengið svar þá er þetta ástæðan. Prófið þá að senda nýjan póst á þetta netfang, það hefur verið í lagi. Vonandi kemst þetta í lag á morgun. Þið eigið að fá svar til baka um að pöntun sé mótekin, hafið samband ef þið hafið ekki fengið svar á sunnudagskvöld, t.d. með því að hringja í síma 8614187 (Alda).