K lykillinn
Okkur býðst að selja K-lykilinn í samstarfi við Kiwanisfélögin. K lykillinn er landssöfnun sem styrkir geðverndarmál. Þetta árið verða lautin á Akureyri, BUGL, og miðstöð foreldra og barna styrkt. Þetta er alvöru ASSA lykill sem fara má með í Byko og fá skorinn og er það innifalið í verðinu.
Okkur býðst að ganga í götur og þau hverfi sem við fengum úthlutað er Suður-Brekka, Norður-Brekka, Hlíðahverfi og Giljahverfi. Við seljum lykilinn á 1500 kr og okkar hlutur er 300 af hverjum lykli. Þetta er einstaklingssöfnun þannig að sundmaður fær 300kr inn á sinn söfnunarreikning af hverjum lykli sem hann selur. Þennan pening má nota til að greiða niður sundmót (Akranes er framundan)
Við höfum stuttan fyrirvara og þurfum að selja þetta fyrir næsta föstudag (13.maí).
Hver sundmaður getur fengið 2-3 götur, fer svolítið eftir því hve margir taka þátt.
Við verðum með götuúthlutun og vonandi afhendingu lykla í leiðinni í þjálfaraherbergi í sundlauginni á mánudaginn(9.maí)16:30-17:30 og sama tíma á þriðjudaginn.
Skila þarf lyklum og peningum af sér föstudaginn 13. maí og þá verðum við á sama tíma í þjálfaraherberginu. Við verðum einnig í hamborgaraúthlutun á fimmtudeginum (17:00-17:30) og þá má líka nálgast lykla og skila af sér og einnig fá auka götur ef einhverjar verða eftir
Ef ykkur vantar fleiri lykla (eða auka götur) má nálgast þá hjá Þóru Ester á mánudag og þriðjudag (Sími 8476250) og hjá Öldu miðvikudag (s:8614187)
Ef þið getið ekki tekið þátt í þessari fjáröflun viljið þið svara til baka og láta vita, þetta er upp á fjölda á götum hjá þeim sem taka þátt.
Svo minnum við á að þeir sem ætla að panta hamborgara gera það í síðasta lagi á þriðjudag, fyrir kl 20:00 (það þarf að taka saman pantanir og skila það kvöld)
Kveðja fjáröflunarnefndin Alda, Sif og Þóra Ester
Upplýsingar sem gott er að hafa útprentaðar með: