Fjórir sundmenn úr Óðni valdir í framtíðarhóp SSÍ

Frá vinstri, Katrín Birta, Alicja Julia, Ísabella, Jón Ingi
Frá vinstri, Katrín Birta, Alicja Julia, Ísabella, Jón Ingi

Fjórir sundmenn úr Sundfélaginu Óðni voru valdir til að taka þátt í æfingabúðum framtíðarhóps Sundsambands Íslands (SSÍ), sem fór fram helgina 11.–12. janúar í Reykjanesbæ. Þeir sem voru valdir eru Alicja Julia Kempisty, Ísabella Jóhannsdóttir, Jón Ingi Einarsson og Katrín Birta Birkisdóttir. Katrín Birta tók þátt í fyrsta sinn, en hinir höfðu áður verið hluti af hópnum. Að auki tók Hildur Sólveig Elvarsdóttir yfirþjálfari þátt fyrir hönd félagsins.

Dagskrá helgarinnar var fjölbreytt en boðið var upp á þrjá fyrirlestra, tvær æfingar og hópefli.

Sundfélagið Óðinn óskar öllum þátttakendum innilega til hamingju og þakkar ÍRB og SSÍ fyrir gott utanumhald.