Fjórir sundmenn úr Sundfélaginu Óðni voru valdir til að taka þátt í æfingabúðum framtíðarhóps Sundsambands Íslands (SSÍ), sem fór fram helgina 11.–12. janúar í Reykjanesbæ. Þeir sem voru valdir eru Alicja Julia Kempisty, Ísabella Jóhannsdóttir, Jón Ingi Einarsson og Katrín Birta Birkisdóttir. Katrín Birta tók þátt í fyrsta sinn, en hinir höfðu áður verið hluti af hópnum. Að auki tók Hildur Sólveig Elvarsdóttir yfirþjálfari þátt fyrir hönd félagsins.
Dagskrá helgarinnar var fjölbreytt en boðið var upp á þrjá fyrirlestra, tvær æfingar og hópefli.
Sundfélagið Óðinn óskar öllum þátttakendum innilega til hamingju og þakkar ÍRB og SSÍ fyrir gott utanumhald.