Óðinsliðið er aldeilis í fínu stuði á ÍM25. Við nánari samanburð á Akureyrarmetaskrá hefur komið í ljós að Birkir Leó Brynjarsson er búinn að slá tvö met og eitt gamalt boðsundsmet er fallið.
Birkir Leó bætti Akureyrarmet drengja í 100 m fjórsundi strax á fyrsta degi er hann synti á 1:08,01 og bætti 6 ára gamalt met Sindra Þórs Jakobssonar. Þá bætti hann metið í 50 m skriðsundi í 3. sinn á árinu þegar hann synti fyrsta sprett í úrslitum boðsundsins í gær á 26,49. Á fimmtudaginn féll einnig 20 ára gamalt met í 4x200 m skriðsundi kvenna þegar stelpurnar syntu á 9:21.01. Sveitina skipuðu Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Karen Konráðsdóttir, Nanna Björk Barkardóttir og Erla Hrönn Unnsteinsdóttir.