Fræðslufyrirlestur og foreldrafundur verður haldinn mánudaginn 5. september klukkan 19:30 í Brekkuskóla. Fyrst mun Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur flytja fyrirlestur um næringu íþróttafólks. Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir sundmenn afrekshops og foreldra úr öllum hopum. Í beinu framhaldi verður foreldrafundur þar sem þjálfarar fara yfir verkefni vetrarins og fólki gefst kostur á að ræða málin. Foreldrafundurinn er fyrir alla foreldra, frá sundskóla og uppúr.
Fríða Rún hefur verið einn helsti næringarfræðingur íþróttahreyfingarinnar til langs tíma og mikið kennt m.a. á þjálfaranámskeiðum ÍSÍ og KSÍ.
Arthugið að fundurinn kemur í stað foreldrafundar sem áður var auglýstur 14. september.