Ágætu foreldrar og forráðamenn sundgarpa Óðins
Nú líður að Aldursflokkameistaramóti Íslands 2015 (AMÍ), sem sundfélagið Óðinn er þess heiðurs aðnjótandi að halda þetta árið.
Mótið sem hefst þann 25. júní næstkomandi og stendur til 28. júní. Í ár er breytt fyrirkomulag frá fyrra ári þar sem keppnin er fyrir alla aldurshópa.
Að mörgu ber að hyggja þegar mót af þessari stærðargráðu er haldið og er sundfélagið í þörf fyrir gott fólk til að taka að sér ýmis störf í kringum mótið svo sem þrif, eldamennsku og annað. En búist er við um 300 keppendum á mótið.
Þar sem þetta mót er aðal fjáröflun félagsins er mikilvægt að allir foreldrar og forráðamenn leggi hönd á plóg er við skráum á vaktir og minnum við á nýjar reglur varðandi vinnuframlag á AMÍ.
Líkt og undanfarin ár mun hluti ágóða mótsins vera nýttur í æfingaferðasjóð.
Fimmtudaginn 4. júní kl: 19:30 verður haldin fundur á Teríunni í Íþróttahöllinni þar sem kynnt verða þau störf sem í boði verða og fólk getur skráð sig á vaktir.
Bestu kveðjur
Ómar Kristinsson
Formaður Óðins